Rúnar: Vorum nær tveimur stigum en einu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2019 22:06 Rúnar og Stjörnustrákarnir hans eru í 10. sæti Olís-deildar karla. vísir/bára Rúnar Sigtryggson, þjálfari Stjörnunnar, var mátulega sáttur eftir jafnteflið við FH, 26-26, í Kaplakrika í kvöld. „Þetta var bara eins og síðustu leikir. Þetta er sama tilfinning. Þetta er fjórði leikur okkar í röð þar sem úrslitin ráðast á síðustu sekúndunum,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. „Maður verður líka að segja það að við erum að spila betur og sýna framfarir. En við þurfum að klára leikina.“ Stjarnan spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir eftir hann, 13-17. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og það hafa verið góðir kaflar í okkar leikjum. Við misstum Brynjar Darra [Baldursson] í fyrri hálfleik og spiluðum þá á fjórða markverði [Ólafi Rafni Gíslasyni]. Hann kom kaldur inn á og stóð sig eins vel og hann gat,“ sagði Rúnar. „Óli Bjarki [Ragnarsson] meiddist síðan og þá fannst mér flott hjá strákunum að klára þetta svona og vera frekar nær tveimur stigum en einu.“ Stjörnunni hefur gengið afar illa að halda forystu í leikjum sínum í vetur og oft farið illa að ráði sínu. En leggst þetta þungt á leikmenn liðsins? „Eða við viljum hafa leikina spennandi. Það fer eftir því hvernig þú horfir á það,“ sagði Rúnar léttur. „Við erum orðnir smá vanir þessu og ég held að við lærum með tímanum hvað þarf að gera.“ Ólafur Bjarki og Brynjar Darri fóru meiddir af velli. En hver er staðan á þeim? „Ég sá bara að hnén voru vafin og það boðar aldrei gott,“ sagði Rúnar að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Stjarnan 26-26 | Spennutryllir í Krikanum Birgir Már Birgisson tryggði FH stig gegn Stjörnunni í Kaplakrika. 18. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Sjá meira
Rúnar Sigtryggson, þjálfari Stjörnunnar, var mátulega sáttur eftir jafnteflið við FH, 26-26, í Kaplakrika í kvöld. „Þetta var bara eins og síðustu leikir. Þetta er sama tilfinning. Þetta er fjórði leikur okkar í röð þar sem úrslitin ráðast á síðustu sekúndunum,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. „Maður verður líka að segja það að við erum að spila betur og sýna framfarir. En við þurfum að klára leikina.“ Stjarnan spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir eftir hann, 13-17. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og það hafa verið góðir kaflar í okkar leikjum. Við misstum Brynjar Darra [Baldursson] í fyrri hálfleik og spiluðum þá á fjórða markverði [Ólafi Rafni Gíslasyni]. Hann kom kaldur inn á og stóð sig eins vel og hann gat,“ sagði Rúnar. „Óli Bjarki [Ragnarsson] meiddist síðan og þá fannst mér flott hjá strákunum að klára þetta svona og vera frekar nær tveimur stigum en einu.“ Stjörnunni hefur gengið afar illa að halda forystu í leikjum sínum í vetur og oft farið illa að ráði sínu. En leggst þetta þungt á leikmenn liðsins? „Eða við viljum hafa leikina spennandi. Það fer eftir því hvernig þú horfir á það,“ sagði Rúnar léttur. „Við erum orðnir smá vanir þessu og ég held að við lærum með tímanum hvað þarf að gera.“ Ólafur Bjarki og Brynjar Darri fóru meiddir af velli. En hver er staðan á þeim? „Ég sá bara að hnén voru vafin og það boðar aldrei gott,“ sagði Rúnar að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Stjarnan 26-26 | Spennutryllir í Krikanum Birgir Már Birgisson tryggði FH stig gegn Stjörnunni í Kaplakrika. 18. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Sjá meira
Umfjöllun: FH - Stjarnan 26-26 | Spennutryllir í Krikanum Birgir Már Birgisson tryggði FH stig gegn Stjörnunni í Kaplakrika. 18. nóvember 2019 21:30