Ef krakkar fengju völdin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir segir ellefu ályktanir sem flest börnin gátu sameinast um verða kynntar í Salnum í Kópavogi á morgun. FBl/sigtryggur ari Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“ Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“
Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira