Höfðu hendur í hári veiðiþjófa á rjúpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 15:35 Þessar rjúpur verða vafalítið á borðum einhvers á aðfangadagskvöld. Lögreglan á NV Lögreglumenn á Norðurlandi vestra stöðvuðu för tveggja veiðimanna um síðustu helgi í umdæminu. Umræddir veiðimenn, sem voru þó ekki saman við veiðar, voru ekki með gild veiðikort svo lagt var hald á afla þeirra og skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekki um mikinn afla að ræða; þrjár rjúpur í tilfelli annars veiðimannsins og fjórar í tilfelli hins. Eftirlit með rjúpnaveiðum á norðurlandi vestra er að sögn lögreglunni öflugt sem áður. „Kannað hefur verið með réttindi veiðimanna, skotvopn og fl. Um siðastliðna helgi var rætt við marga veiðimenn sem voru að koma af veiðum og reyndust flestir þeirra vera með öll sín mál í lagi,“ segir í tilkynningu lögreglu. Allir nema fyrrnefndir tveir. Hvetur lögreglan á Norðurlandi vestra, veiðimenn til að gæta þess að öll leyfi hver sem þau eru séu í lagi. Er vísað í lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum frá 1994: „Allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rottum, músum og minkum, skulu afla sér veiðikorts gegn gjaldi, sbr. 3. mgr. Veiðikort þarf ekki til eggjatöku. Umhverfisstofnun annast útgáfu veiðikorta. Á veiðikorti skal getið nafns handhafa, gildistímabils og þeirra tegunda sem viðkomandi hefur heimild til að veiða. Korthafi skal ætíð bera kortið á sér á veiðum. Hann skal framvísa því ef óskað er.“ Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis. Dýr Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Veiði
Lögreglumenn á Norðurlandi vestra stöðvuðu för tveggja veiðimanna um síðustu helgi í umdæminu. Umræddir veiðimenn, sem voru þó ekki saman við veiðar, voru ekki með gild veiðikort svo lagt var hald á afla þeirra og skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekki um mikinn afla að ræða; þrjár rjúpur í tilfelli annars veiðimannsins og fjórar í tilfelli hins. Eftirlit með rjúpnaveiðum á norðurlandi vestra er að sögn lögreglunni öflugt sem áður. „Kannað hefur verið með réttindi veiðimanna, skotvopn og fl. Um siðastliðna helgi var rætt við marga veiðimenn sem voru að koma af veiðum og reyndust flestir þeirra vera með öll sín mál í lagi,“ segir í tilkynningu lögreglu. Allir nema fyrrnefndir tveir. Hvetur lögreglan á Norðurlandi vestra, veiðimenn til að gæta þess að öll leyfi hver sem þau eru séu í lagi. Er vísað í lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum frá 1994: „Allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rottum, músum og minkum, skulu afla sér veiðikorts gegn gjaldi, sbr. 3. mgr. Veiðikort þarf ekki til eggjatöku. Umhverfisstofnun annast útgáfu veiðikorta. Á veiðikorti skal getið nafns handhafa, gildistímabils og þeirra tegunda sem viðkomandi hefur heimild til að veiða. Korthafi skal ætíð bera kortið á sér á veiðum. Hann skal framvísa því ef óskað er.“ Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.
Dýr Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Veiði