Vegagerðin, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa óskað eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog.
Brúin mun tengja saman Kópavog við Reykjavík þar sem Borgarlína, gangandi og hjólandi vegfarendur munu ferðast yfir hana.
Á vef Vegagerðarinnar segir að um opið forval sé að ræða þar sem valin verða fimm hönnunarteymi til að taka þátt í samkeppni á grundvelli hæfni og fyrri reynslu.
Á Facebook-síðu Borgarlínunnar segir að um mikilvægan áfanga í leiðarkerfi Borgarlínu sé að ræða. Gert er ráð fyrir að leiðin Lækjartorg-Hamraborg, annar tveggja fyrstu leggja Borgarlínunnar, muni liggja frá Lækjartorgi að Háskóla Íslands og þaðan í gegnum Vatnsmýrina að hinni fyrirhuguðu brá frá Fossvogi yfir í Kópavoginn að endastöð við Hamraborg.
Einnig er gert ráð fyrir umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna um brúnna.