Óskar Hrafn: Oliver og aðrir Blikar alltaf velkomnir heim í Kópavoginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Óskar stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn gegn KA í BOSE-mótinu 16. nóvember næstkomandi. mynd/baldur hrafnkell Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira