Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 29-15 | Haukar sáu aldrei til sólar Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 19:45 Kristrún Steinþórsdóttir fagnar. Vísir/Daníel Fram vann þægilegan stórsigur á Haukum í Safamýrinni í dag, 29-15. Fram hafði öll tök á leiknum frá fyrstu mínútu og staðan orðin 7-2 eftir fyrsta korterið. Aðeins nokkrum mínútum síðar var munurinn orðin átta mörk, 14-6 og Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka, nýtti sitt annað leikhlé. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir það hrun sem átti sér stað hjá Haukaliðinu, sem fór inní hálfleik sjö mörkum undir, 17-10. Fram hélt áfram að keyra á gestina úr Hafnarfirði og náðu strax í upphafi síðari hálfleiks 10 marka forskoti, 20-10. Seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir Hauka sem reyndu að komast eitthvað áfram í leiknum en tókst það illa. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, náði að spila vel á öllum sínum leikmönnum gat því leyft lykilmönnum að hvíla í síðari hálfleik. Leiknum lauk með fjórtán marka sigri Fram, Haukar náðu aðeins að skora fimm mörk í seinni hálfleik en lokatölur í Safamýrinni voru 29-15. Af hverju vann Fram? Eins og tölurnar gefa til kynna sýndi liðið algjöra yfirburði í leiknum í dag. Þær voru gríðalega öflugar á öllum vígstöðvum. Hverjar stóðu upp úr?Allt Fram liðið í heild sinni átti virkilega góðan leik. Ragnheiður Júlíusdóttir var þar markahæst með 9 mörk en Katrín Ósk Magnúsdóttir átti virkilega góðan leik í markinu með tæpa 45% markvörslu.Hvað gekk illa? Það gekk allt illa í leik Hauka, þær mættu ekki til leiks í dag. Varnarlega voru þær fínar á köflum en heilt yfir var þeirra leikur afleiddur. Sóknarleikurinn var þar verstur, þær voru með 17 tapaða bolta og virkilega slaka skotnýtingu. Hvað er framundan? Í 8. umferð mæta Fram stelpur KA/Þór á sama tíma fara Hauka stelpurnar í Garðarbæinn þar sem þær mæta sterku liði StjörnunnarÞórey Rósa (lengst til hægri) skoraði þrjú mörk.vísir/gettyÞórey Rósa: Við vorum ekki ánægðar með okkur í hálfleik„Þetta var góður sigur og gott að ná í þessi tvö stig,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigurinn á Haukum. „Við byrjuðum mjög sterkt, við spiluðum góða vörn og náðum að keyra svolítið á þær í byrjun. Ég held að það hafi svona slökkt í þeim neistann,“ sagði hornamaðurinn. „Við vorum samt aðeins ósáttar með okkur í hálfleik, okkur fannst við vera að hleypa inn of mikið af mörkum en okkur tekst að loka á það í seinni hálfleik og ná í solid sigur.“ Fram spilaði virkilega vel í dag en leikurinn missti niður gæðin á köflum. Þórey segist ekki ætla að velta sér upp úr því neikvæða heldur tekur hún aðeins það jákvæða með sér eftir svona góðan sigur. „Við vorum að rúlla vel á liðinu og svo vantaði Kareni í dag. ég ætla bara að taka það jákvæða úr þessum leik. Þetta var bara mjög góður sigur, ég nenni ekki einblína einhverja nokkra tapaða bolta við lögum það bara í næsta leik“ sagði Þórey Rósa. Árni Stefán sagði að sínar stelpur hafi ekki verið nógu hugrakkar gegn Fram.vísir/daníelÁrni Stefán: Það virðist skipta máli hvort liðið heitir Valur eða Fram„Þetta var skelfilegt“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir erfiðan dag í Safamýrinni. „Þær voru bara skít logandi hræddar frá fyrstu mínútu.“ sagði Árni um sína leikmenn og þeirra frammistöðu. „Ég verð að gefa stelpunum það að þær hlupu vel til baka og að hluta til náðu við að stilla upp í fína vörn en sóknarlega þorðu þær ekki að sækja á markið og því fer sem fer.“ „Hvort það skipti máli hvort liðin heiti Valur, Fram eða eitthvað annað, við fyrstu sýn virðist það skipta máli,“ sagði Árni Stefán sem hefur nú tapað stórt fyrir þessum liðum en hann virðist sjá mun á því hvernig leikmenn mæta til leiks á móti þessum bestu liðum deildarinnar eða öðrum liðum. „Ég er ennþá að finna taktinn með leikmannahópinn, reyna að sjá í gegnum karakter og leikmenn, það jákvæða fyrir mig sem þjálfara þá hefur þessi leikur sýnt mér margt. Hvað býr í leikmannahópnum þótt það hafi ekki verið jákvætt.“ Það er afar fátt sem Árni segist geta tekið með sér úr þessum leik nema að hann hafi fengið ágætis varnarleik einstaka sinnum en heilt yfir er hann allt annað en ánægður með frammistöðu sinna leikmanna. „Þetta var bara skelfilegt, í einu orði sagt. Ég ætla ekkert að skafa af því, þetta bara virkilega, virkilega dapurt í dag“ sagði Árni Stefán að lokum. Olís-deild kvenna
Fram vann þægilegan stórsigur á Haukum í Safamýrinni í dag, 29-15. Fram hafði öll tök á leiknum frá fyrstu mínútu og staðan orðin 7-2 eftir fyrsta korterið. Aðeins nokkrum mínútum síðar var munurinn orðin átta mörk, 14-6 og Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka, nýtti sitt annað leikhlé. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir það hrun sem átti sér stað hjá Haukaliðinu, sem fór inní hálfleik sjö mörkum undir, 17-10. Fram hélt áfram að keyra á gestina úr Hafnarfirði og náðu strax í upphafi síðari hálfleiks 10 marka forskoti, 20-10. Seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir Hauka sem reyndu að komast eitthvað áfram í leiknum en tókst það illa. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, náði að spila vel á öllum sínum leikmönnum gat því leyft lykilmönnum að hvíla í síðari hálfleik. Leiknum lauk með fjórtán marka sigri Fram, Haukar náðu aðeins að skora fimm mörk í seinni hálfleik en lokatölur í Safamýrinni voru 29-15. Af hverju vann Fram? Eins og tölurnar gefa til kynna sýndi liðið algjöra yfirburði í leiknum í dag. Þær voru gríðalega öflugar á öllum vígstöðvum. Hverjar stóðu upp úr?Allt Fram liðið í heild sinni átti virkilega góðan leik. Ragnheiður Júlíusdóttir var þar markahæst með 9 mörk en Katrín Ósk Magnúsdóttir átti virkilega góðan leik í markinu með tæpa 45% markvörslu.Hvað gekk illa? Það gekk allt illa í leik Hauka, þær mættu ekki til leiks í dag. Varnarlega voru þær fínar á köflum en heilt yfir var þeirra leikur afleiddur. Sóknarleikurinn var þar verstur, þær voru með 17 tapaða bolta og virkilega slaka skotnýtingu. Hvað er framundan? Í 8. umferð mæta Fram stelpur KA/Þór á sama tíma fara Hauka stelpurnar í Garðarbæinn þar sem þær mæta sterku liði StjörnunnarÞórey Rósa (lengst til hægri) skoraði þrjú mörk.vísir/gettyÞórey Rósa: Við vorum ekki ánægðar með okkur í hálfleik„Þetta var góður sigur og gott að ná í þessi tvö stig,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram, eftir sigurinn á Haukum. „Við byrjuðum mjög sterkt, við spiluðum góða vörn og náðum að keyra svolítið á þær í byrjun. Ég held að það hafi svona slökkt í þeim neistann,“ sagði hornamaðurinn. „Við vorum samt aðeins ósáttar með okkur í hálfleik, okkur fannst við vera að hleypa inn of mikið af mörkum en okkur tekst að loka á það í seinni hálfleik og ná í solid sigur.“ Fram spilaði virkilega vel í dag en leikurinn missti niður gæðin á köflum. Þórey segist ekki ætla að velta sér upp úr því neikvæða heldur tekur hún aðeins það jákvæða með sér eftir svona góðan sigur. „Við vorum að rúlla vel á liðinu og svo vantaði Kareni í dag. ég ætla bara að taka það jákvæða úr þessum leik. Þetta var bara mjög góður sigur, ég nenni ekki einblína einhverja nokkra tapaða bolta við lögum það bara í næsta leik“ sagði Þórey Rósa. Árni Stefán sagði að sínar stelpur hafi ekki verið nógu hugrakkar gegn Fram.vísir/daníelÁrni Stefán: Það virðist skipta máli hvort liðið heitir Valur eða Fram„Þetta var skelfilegt“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir erfiðan dag í Safamýrinni. „Þær voru bara skít logandi hræddar frá fyrstu mínútu.“ sagði Árni um sína leikmenn og þeirra frammistöðu. „Ég verð að gefa stelpunum það að þær hlupu vel til baka og að hluta til náðu við að stilla upp í fína vörn en sóknarlega þorðu þær ekki að sækja á markið og því fer sem fer.“ „Hvort það skipti máli hvort liðin heiti Valur, Fram eða eitthvað annað, við fyrstu sýn virðist það skipta máli,“ sagði Árni Stefán sem hefur nú tapað stórt fyrir þessum liðum en hann virðist sjá mun á því hvernig leikmenn mæta til leiks á móti þessum bestu liðum deildarinnar eða öðrum liðum. „Ég er ennþá að finna taktinn með leikmannahópinn, reyna að sjá í gegnum karakter og leikmenn, það jákvæða fyrir mig sem þjálfara þá hefur þessi leikur sýnt mér margt. Hvað býr í leikmannahópnum þótt það hafi ekki verið jákvætt.“ Það er afar fátt sem Árni segist geta tekið með sér úr þessum leik nema að hann hafi fengið ágætis varnarleik einstaka sinnum en heilt yfir er hann allt annað en ánægður með frammistöðu sinna leikmanna. „Þetta var bara skelfilegt, í einu orði sagt. Ég ætla ekkert að skafa af því, þetta bara virkilega, virkilega dapurt í dag“ sagði Árni Stefán að lokum.