Efnuðustu 5% Íslendinga eiga tæpan þriðjung eigna í landinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 21:12 Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á hlutdeild eignamestu Íslendinganna í heildareignum og tekjum landsmanna undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Heildareignir þeirra 5% framteljenda sem áttu mestar eignir við síðustu áramót námu rúmum tvö þúsund milljörðum króna, eða um 31,8% af heildareignum Íslendinga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um eignir og tekjur landsmanna í fyrra. Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, bað Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um tölfræði um eigið fé, heildareignir og tekjur þeirra Íslendinga sem mest áttu við lok síðasta árs. Í svari ráðherra sem lagt var fram á Alþingi í dag kemur fram að eignahæsta 1% framteljenda hafi átt tæpa 844 milljarða króna eða um 12,8% heildareigna um áramótin. Auðugasta 0,1% átti tæplega 266 milljarða, um 4% heildareigna landsmanna. Hlutdeild eignamestu 5% í heildareignum landsmanna hefur lítið breyst frá því skömmu fyrir hrun. Hæst var hlutdeildin árið 2007 þegar hún nam 33,1%. Eignirnar hafa aftur á móti tæplega tvöfaldast á þeim tíma. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild efstu 5% hækkað um 3,7 prósentustig. Litlar breytingar hafa einnig orðið á hlutdeild þeirra allra eignamestu í landinu undanfarin ár. Mest átti auðugasta 0,1% framteljenda 5,8% heildareigna í landinu árið 2007. Síðan þá hefur hlutfallið þokast hægt og bítandi niður á við. Hlutdeild efnaðasta 1% hefur einnig lækkað úr 15,5% árið 2007 í 12,8% í fyrra. Til samanburðar var hlutdeild þess í heildareignum á bilinu 11-12% frá 1998 til 2005. Þegar litið er til tekna tekjuhæsta hluta framteljenda að fjármagnstekjum meðtöldum voru tekjuhæstu 5% með 21,2% heildartekna í fyrra. Efsta 1% var með 7,9% teknanna og efsta 0,1% með 2,4% heildartekna. Það er verulegur samdráttur frá hruni. Þegar mest lét árið 2007 var tekjuhæsta 0,1% með 10,2% heildartekna í landinu. Alþingi Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Heildareignir þeirra 5% framteljenda sem áttu mestar eignir við síðustu áramót námu rúmum tvö þúsund milljörðum króna, eða um 31,8% af heildareignum Íslendinga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um eignir og tekjur landsmanna í fyrra. Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, bað Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um tölfræði um eigið fé, heildareignir og tekjur þeirra Íslendinga sem mest áttu við lok síðasta árs. Í svari ráðherra sem lagt var fram á Alþingi í dag kemur fram að eignahæsta 1% framteljenda hafi átt tæpa 844 milljarða króna eða um 12,8% heildareigna um áramótin. Auðugasta 0,1% átti tæplega 266 milljarða, um 4% heildareigna landsmanna. Hlutdeild eignamestu 5% í heildareignum landsmanna hefur lítið breyst frá því skömmu fyrir hrun. Hæst var hlutdeildin árið 2007 þegar hún nam 33,1%. Eignirnar hafa aftur á móti tæplega tvöfaldast á þeim tíma. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild efstu 5% hækkað um 3,7 prósentustig. Litlar breytingar hafa einnig orðið á hlutdeild þeirra allra eignamestu í landinu undanfarin ár. Mest átti auðugasta 0,1% framteljenda 5,8% heildareigna í landinu árið 2007. Síðan þá hefur hlutfallið þokast hægt og bítandi niður á við. Hlutdeild efnaðasta 1% hefur einnig lækkað úr 15,5% árið 2007 í 12,8% í fyrra. Til samanburðar var hlutdeild þess í heildareignum á bilinu 11-12% frá 1998 til 2005. Þegar litið er til tekna tekjuhæsta hluta framteljenda að fjármagnstekjum meðtöldum voru tekjuhæstu 5% með 21,2% heildartekna í fyrra. Efsta 1% var með 7,9% teknanna og efsta 0,1% með 2,4% heildartekna. Það er verulegur samdráttur frá hruni. Þegar mest lét árið 2007 var tekjuhæsta 0,1% með 10,2% heildartekna í landinu.
Alþingi Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira