Ekki kemur til greina að opna umslagið dularfulla frá Davíð á undan áætlun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2019 20:00 Umslagið góða. Vísir/Tryggvi Páll Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“ Akureyri Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“
Akureyri Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira