Ekki kemur til greina að opna umslagið dularfulla frá Davíð á undan áætlun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2019 20:00 Umslagið góða. Vísir/Tryggvi Páll Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“ Akureyri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“
Akureyri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira