Erlent

Fjörutíu ár frá gíslatökunni í Íran

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íranar minnast þess í dag að fjörutíu ár eru liðin frá því stuðningsmenn íslamskrar byltingar landsins hertóku bandaríska sendiráðið og tóku starfsmenn þess í gíslingu.

Starfsmennirnir voru í gíslingu í rúmt ár. Atburðunum er fagnað árlega og tækifærið nýtt til þess að gagnrýna Bandaríkin. Vegna stórafmælisins nú voru atburðirnir í dag stærri í sniðum en undanfarin ár.

Við erum tilbúin til þess að traðka á þessum eitraða sporðdreka [Bandaríkjunum]. Það munum við gera, sama hvað,“ sagði Abdolrahim Mousavi, æðsti yfirmaður íranska hersins, í ræðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×