Dívupissukeppni milli Eyþórs Inga og Jóhönnu Guðrúnar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 12:30 Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún á jólatónleikunum frá því í fyrra. mynd/stefán þór friðriksson „Þetta er svona frekar snemmt miðað við jólatónleika og því blöndum við þessu aðeins saman við einhver dívulög og við keppum við hvort annað að syngja hærri tóna. Það gæti einkennt þessi tónleika einhver svona dívupissukeppni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem stendur fyrir jólatónleikum ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir í lok nóvember og síðan aftur rétt fyrir jól í Hofi á Akureyri. Þau standa fyrir tvennum tónleikum í Háskólabíói þann 29. og 30. nóvember og verði tónleikar þeirra fyrir norðan 22. desember. „Fyrst og fremst verða þetta jólalög en við leyfum okkur einnig að taka eitthvað aðeins annað af því að okkur finnst við vera það snemma á ferðinni. En þetta eru samt jólatónleikar og það verða jólaskreytingar á sviðinu og allt sem bendir til þess að þetta séu jólatónleikar. Við tökum bara smá hliðarspor hér og þar.“ Hann segir að gospelkór Jóns Vídalíns verði með þeim á sviðinu á tónleikunum. „Við byrjuðum með þetta í fyrra og seldum upp á þrenna tónleika í Háskólabíói þrátt fyrir að hafa varla auglýst. Það var það gaman að okkur langaði til að prófa þetta aftur. Við erum aftur á móti í fyrsta skipti í Hofi núna.“En hvor þeirra getur sungið hærra?„Það myndi vera ég,“ segir Eyþór og skellihlær. „Nei ég veit það ekki. Þetta er svolítið skemmtilegar raddir sem flútta fallega saman. Við getum bæði tekið milda pakkann á þetta en svo er hægt að rífa sig upp í rassgat. Við fáum orku frá hvor öðru á sviðinu og erum að reyna gera eitthvað sem maður ræður varla við. Það skilar sér oft í einhverri bombu.“ Hugmyndin að jólatónleikum þeirra tveggja kviknaði þegar þau komu saman á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2014 og voru þeir sýndir á Stöð 2.Hér að neðan má sjá upptöku af þeim tónleikum þegar þau tóku lagið Hjartað lyftir mér hærra. Jól Tengdar fréttir Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta er svona frekar snemmt miðað við jólatónleika og því blöndum við þessu aðeins saman við einhver dívulög og við keppum við hvort annað að syngja hærri tóna. Það gæti einkennt þessi tónleika einhver svona dívupissukeppni,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem stendur fyrir jólatónleikum ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttir í lok nóvember og síðan aftur rétt fyrir jól í Hofi á Akureyri. Þau standa fyrir tvennum tónleikum í Háskólabíói þann 29. og 30. nóvember og verði tónleikar þeirra fyrir norðan 22. desember. „Fyrst og fremst verða þetta jólalög en við leyfum okkur einnig að taka eitthvað aðeins annað af því að okkur finnst við vera það snemma á ferðinni. En þetta eru samt jólatónleikar og það verða jólaskreytingar á sviðinu og allt sem bendir til þess að þetta séu jólatónleikar. Við tökum bara smá hliðarspor hér og þar.“ Hann segir að gospelkór Jóns Vídalíns verði með þeim á sviðinu á tónleikunum. „Við byrjuðum með þetta í fyrra og seldum upp á þrenna tónleika í Háskólabíói þrátt fyrir að hafa varla auglýst. Það var það gaman að okkur langaði til að prófa þetta aftur. Við erum aftur á móti í fyrsta skipti í Hofi núna.“En hvor þeirra getur sungið hærra?„Það myndi vera ég,“ segir Eyþór og skellihlær. „Nei ég veit það ekki. Þetta er svolítið skemmtilegar raddir sem flútta fallega saman. Við getum bæði tekið milda pakkann á þetta en svo er hægt að rífa sig upp í rassgat. Við fáum orku frá hvor öðru á sviðinu og erum að reyna gera eitthvað sem maður ræður varla við. Það skilar sér oft í einhverri bombu.“ Hugmyndin að jólatónleikum þeirra tveggja kviknaði þegar þau komu saman á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2014 og voru þeir sýndir á Stöð 2.Hér að neðan má sjá upptöku af þeim tónleikum þegar þau tóku lagið Hjartað lyftir mér hærra.
Jól Tengdar fréttir Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00