„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 12:00 Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00