Handbolti

Seinni bylgjan: Stjarnan hikstaði gegn HK

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Síðasta skot leiksins.
Síðasta skot leiksins.
Topplið Vals og Fram gáfu ekkert eftir í Olís-deild kvenna um síðustu helgi á meðan Stjarnan gerði óvænt jafntefli gegn HK.

Stjarnan var mjög nálægt því að leggja Íslandsmeistara Vals að velli á dögunum og því kom á óvart að liðið skildi hiksta gegn HK.

„Þetta er sterkt stig á útivelli hjá HK en svolítið biturt fyrir Stjörnuna. HK er með áhugavert lið sem getur spilað góðan handbolta,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

Sjá má umræðuna um Olís-deild kvenna hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um 7. umferð í Olís-deild kvenna





Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×