Sportpakkinn: Hefði VAR getað komið i veg fyrir brottrekstur miðvarða Ajax á Brúnni í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:30 Joel Veltman hjá Ajax fær hér rauða spjaldið í leiknum í gær. Getty/Chloe Knott Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni? Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni?
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00