Hjartnæm stund á leik Liverpool og Manchester City um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 14:00 Andy Robertson og Georginio Wijnaldum með fána til stuðnings Sean Cox. Getty/John Powell Liverpool getur náð níu stiga forskoti á Manchester City þegar liðin mætast á Anfield á sunnudaginn en þetta verða líka mikil tímamót fyrir einn 54 ára gamlan stuðningsmann Liverpool. Liverpool stuðningsmaðurinn Sean Cox mun á sunnudaginn mæta í fyrsta sinn á Anfield eftir árásina sem hann varð fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Roma. Hann verður heiðursgestur á leiknum ásamt fjölskyldu sinni. Stuðningsmenn ítalska félagsins Roma réðust á Sean Cox fyrir utan Anfield í apríl 2018. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða í árásinni. Eftir átján mánaða meðferð á Írlandi þá hefur Sean Cox nú hafið aðra tólf vikna meðferð hjá sérfræðingi á norður Englandi sem mun hjálpa honum með tal og hreyfingar."We're delighted to see Sean back." Liverpool fan Sean Cox is to return to Anfield for the first time since sustaining serious injuries in an attack outside the ground in 2018. More https://t.co/kSsIMfZrFk#LFCpic.twitter.com/P23FtYoiPP — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019Goðsagnir Liverpool og írska landsliðsins mættust í vor í söfnunarleik fyrir Sean Cox en leikurinn fór fram í Dublin á Írlandi. Alls söfnuðust 748 þúsund evrur í Sean Cox Rehabilitation sjóðinn. Martina, eiginkona Cox, segist sjá framfarir hjá manni sínum en að þær gangi hægt og hann eigi enn þá mjög erfitt með að tjá sig. Ítalinn Simone Mastrelli var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina. „Við erum mjög ánægð með að geta boðið Sean og fjölskyldu hans aftur velkomin á Anfield. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund fyrir fjölskylduna. Félagið hefur unnið mjög náið með Cox-fjölskyldunni til að gera þessa heimsókn eins auðvelda og kostur er,“ sagði Peter Moore, stjórnarformaður Liverpool. „Það hvernig stuðningsmenn okkar hafa stutt við bakið á Cox-fjölskyldunni sýnir vel hollustu þeirra gagnvart Liverpool fjölskyldunni og við vitum að þannig verður þetta einnig á sunnudaginn,“ sagði Peter Moore. Enski boltinn Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira
Liverpool getur náð níu stiga forskoti á Manchester City þegar liðin mætast á Anfield á sunnudaginn en þetta verða líka mikil tímamót fyrir einn 54 ára gamlan stuðningsmann Liverpool. Liverpool stuðningsmaðurinn Sean Cox mun á sunnudaginn mæta í fyrsta sinn á Anfield eftir árásina sem hann varð fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Roma. Hann verður heiðursgestur á leiknum ásamt fjölskyldu sinni. Stuðningsmenn ítalska félagsins Roma réðust á Sean Cox fyrir utan Anfield í apríl 2018. Hann hlaut alvarlegan heilaskaða í árásinni. Eftir átján mánaða meðferð á Írlandi þá hefur Sean Cox nú hafið aðra tólf vikna meðferð hjá sérfræðingi á norður Englandi sem mun hjálpa honum með tal og hreyfingar."We're delighted to see Sean back." Liverpool fan Sean Cox is to return to Anfield for the first time since sustaining serious injuries in an attack outside the ground in 2018. More https://t.co/kSsIMfZrFk#LFCpic.twitter.com/P23FtYoiPP — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019Goðsagnir Liverpool og írska landsliðsins mættust í vor í söfnunarleik fyrir Sean Cox en leikurinn fór fram í Dublin á Írlandi. Alls söfnuðust 748 þúsund evrur í Sean Cox Rehabilitation sjóðinn. Martina, eiginkona Cox, segist sjá framfarir hjá manni sínum en að þær gangi hægt og hann eigi enn þá mjög erfitt með að tjá sig. Ítalinn Simone Mastrelli var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina. „Við erum mjög ánægð með að geta boðið Sean og fjölskyldu hans aftur velkomin á Anfield. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund fyrir fjölskylduna. Félagið hefur unnið mjög náið með Cox-fjölskyldunni til að gera þessa heimsókn eins auðvelda og kostur er,“ sagði Peter Moore, stjórnarformaður Liverpool. „Það hvernig stuðningsmenn okkar hafa stutt við bakið á Cox-fjölskyldunni sýnir vel hollustu þeirra gagnvart Liverpool fjölskyldunni og við vitum að þannig verður þetta einnig á sunnudaginn,“ sagði Peter Moore.
Enski boltinn Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Sjá meira