Orðaður við hlutverk Mörgæsarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 10:19 Írski leikarinn Colin Farrell. Vísir/Getty Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman. Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler. Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því. Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton. Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins. Hollywood Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman. Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler. Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því. Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton. Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins.
Hollywood Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein