Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:00 Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda. Skjáskot/Twitter Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. Myndböndin varpa ljósi á samskipti hennar og mannsins, sem grunaður er um að hafa myrt hana, og þannig aðdraganda morðsins í byrjun desember í fyrra.Sjá einnig: Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir morðið á henni. Hann neitar sök.Kossaflens og lyftuferð Myndefnið var sýnt í réttarsal í nýsjálensku borginni Auckland í gær, þar sem aðalmeðferð í málinu gegn manninum fer fram. Upptökurnar eru frá börum sem Millane og hinn ákærði fóru á kvöldið sem hún var myrt, svo og úr öryggismyndavélum íbúðahótels þar sem maðurinn bjó. Upptökurnar spanna þannig síðustu klukkutímana fyrir morðið. Í þeim sjást Millane og maðurinn hittast á stefnumóti eftir að hafa spjallað saman á Tinder. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga og andlit hans er afmáð á upptökunum.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Myndböndin fylgja Millane og hinum ákærða þar sem þau flakka á milli bara og virðast skemmta sér vel. Á einum tímapunkti má sjá manninn kyssa Millane í tvígang. Þau sjást svo ganga hönd í hönd út af staðnum og heim til mannsins, sem bjó skammt frá. Að endingu má sjá þau fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð mannsins var. Simon Atkinson, fréttaritari BBC í Ástralíu, birti hluta úr myndbandsupptökunum á Twitter í gærmorgun. Myndbandið má sjá hér að neðan.WATCH: CCTV footage of the last moments Grace Millane was seen alive has been played to the jury. It shows her and the accused entering his apartment building, getting in a lift then leaving on the third floor. Suspect's face blurred for legal reasons. #gracemillane pic.twitter.com/U2TviGEl6C— Simon Atkinson (@atko1978) November 6, 2019 Þá voru skilaboð sem Millane sendi vinkonu sinni á meðan á stefnumótinu stóð einnig birt í dómsal. Hún sagði stefnumótið ganga vel og að hún og ákærði næðu vel saman. Þá sagðist hún á góðri leið með að verða mjög drukkin. Saksóknari heldur því fram að maðurinn hafi kyrkt Millane í íbúðinni eftir stefnumótið. Maðurinn segir þó að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“, með fyrrgreindum afleiðingum. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Daginn eftir fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. Myndböndin varpa ljósi á samskipti hennar og mannsins, sem grunaður er um að hafa myrt hana, og þannig aðdraganda morðsins í byrjun desember í fyrra.Sjá einnig: Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir morðið á henni. Hann neitar sök.Kossaflens og lyftuferð Myndefnið var sýnt í réttarsal í nýsjálensku borginni Auckland í gær, þar sem aðalmeðferð í málinu gegn manninum fer fram. Upptökurnar eru frá börum sem Millane og hinn ákærði fóru á kvöldið sem hún var myrt, svo og úr öryggismyndavélum íbúðahótels þar sem maðurinn bjó. Upptökurnar spanna þannig síðustu klukkutímana fyrir morðið. Í þeim sjást Millane og maðurinn hittast á stefnumóti eftir að hafa spjallað saman á Tinder. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga og andlit hans er afmáð á upptökunum.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Myndböndin fylgja Millane og hinum ákærða þar sem þau flakka á milli bara og virðast skemmta sér vel. Á einum tímapunkti má sjá manninn kyssa Millane í tvígang. Þau sjást svo ganga hönd í hönd út af staðnum og heim til mannsins, sem bjó skammt frá. Að endingu má sjá þau fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð mannsins var. Simon Atkinson, fréttaritari BBC í Ástralíu, birti hluta úr myndbandsupptökunum á Twitter í gærmorgun. Myndbandið má sjá hér að neðan.WATCH: CCTV footage of the last moments Grace Millane was seen alive has been played to the jury. It shows her and the accused entering his apartment building, getting in a lift then leaving on the third floor. Suspect's face blurred for legal reasons. #gracemillane pic.twitter.com/U2TviGEl6C— Simon Atkinson (@atko1978) November 6, 2019 Þá voru skilaboð sem Millane sendi vinkonu sinni á meðan á stefnumótinu stóð einnig birt í dómsal. Hún sagði stefnumótið ganga vel og að hún og ákærði næðu vel saman. Þá sagðist hún á góðri leið með að verða mjög drukkin. Saksóknari heldur því fram að maðurinn hafi kyrkt Millane í íbúðinni eftir stefnumótið. Maðurinn segir þó að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“, með fyrrgreindum afleiðingum. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Daginn eftir fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31