Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:40 Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn. Vísir/getty Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild. Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild.
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira