Friðarsúlan ekki skökk Garðar Örn Úlfarsson og Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Frá tendrun Friðarsúlunnar í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta útilistaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljósrofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlutverk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé einhver kunningi til taks á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveiktum á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af einkennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímælalaust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þennan viðburð,“ segir Sigurður Trausti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira