„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:26 Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda. Skjáskot/Twitter Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu í nýsjálensku borginni Auckland í dag. Ekki hefur verið hægt að staðfesta með algjörri vissu að blóðið hafi verið úr Millane. Sýnatökur sýna þó að það sé fimm hundruð milljón sinnum líklegra að blóðið hafi verið úr henni en nokkrum öðrum.Sjá einnig: Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir að hafa kyrkt hana í íbúð sinni og grafið líkið rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Hann neitar sök og segir Millane hafa látist af slysförum við samfarir. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga. Þá kom einnig fram við réttarhöldin í dag að hinn grunaði hafi þegar sagt lögreglu frá blóðinu. Tveir stórir blóðblettir, sem hann er sagður hafa gert tilraun til að þrífa, fundust við rúm hans. Á myndum sem sýndar voru í dómsal sjást blettirnir greinilega með hjálp luminols, efnis sem iðulega er notað til að greina blóð á vettvangi glæpa. Blóð, sem nær allar líkur eru á að hafi verið úr Millane, fannst einnig á ísskáp í íbúðinni. Þá sýndi rannsókn fram á að „einhver með blóð á iljunum“ hefði gengið um herbergið. Engin fíkniefni fundust í blóði Millane við krufningu. Hún var þó með mikið áfengi í blóðinu en líkt og fram hefur komið fóru hún og hinn ákærði á stefnumót, þar sem þau drukku áfenga drykki, áður en hún var myrt.Foreldrar Grace Millane mæta í dómsal í Auckland í gær.Getty/Phil WalterÍ gær var myndefni úr öryggismyndavélum sýnt í réttarsal. Upptökurnar fylgja Millane og manninum á stefnumótinu þar sem þau sjást flakka á milli bara. Að endingu má sjá þau fara heim til mannsins, fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð hans var. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Þá sló hann einnig inn leitarstrengina „fuglar sem éta hold“ og „eru hrægammar á Nýja-Sjálandi?“. Daginn eftir morðið fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu í nýsjálensku borginni Auckland í dag. Ekki hefur verið hægt að staðfesta með algjörri vissu að blóðið hafi verið úr Millane. Sýnatökur sýna þó að það sé fimm hundruð milljón sinnum líklegra að blóðið hafi verið úr henni en nokkrum öðrum.Sjá einnig: Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir að hafa kyrkt hana í íbúð sinni og grafið líkið rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Hann neitar sök og segir Millane hafa látist af slysförum við samfarir. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga. Þá kom einnig fram við réttarhöldin í dag að hinn grunaði hafi þegar sagt lögreglu frá blóðinu. Tveir stórir blóðblettir, sem hann er sagður hafa gert tilraun til að þrífa, fundust við rúm hans. Á myndum sem sýndar voru í dómsal sjást blettirnir greinilega með hjálp luminols, efnis sem iðulega er notað til að greina blóð á vettvangi glæpa. Blóð, sem nær allar líkur eru á að hafi verið úr Millane, fannst einnig á ísskáp í íbúðinni. Þá sýndi rannsókn fram á að „einhver með blóð á iljunum“ hefði gengið um herbergið. Engin fíkniefni fundust í blóði Millane við krufningu. Hún var þó með mikið áfengi í blóðinu en líkt og fram hefur komið fóru hún og hinn ákærði á stefnumót, þar sem þau drukku áfenga drykki, áður en hún var myrt.Foreldrar Grace Millane mæta í dómsal í Auckland í gær.Getty/Phil WalterÍ gær var myndefni úr öryggismyndavélum sýnt í réttarsal. Upptökurnar fylgja Millane og manninum á stefnumótinu þar sem þau sjást flakka á milli bara. Að endingu má sjá þau fara heim til mannsins, fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð hans var. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Þá sló hann einnig inn leitarstrengina „fuglar sem éta hold“ og „eru hrægammar á Nýja-Sjálandi?“. Daginn eftir morðið fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31