Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2019 08:30 Þorsteinn var fluttur af Sogni á Litla-Hraun sem er öryggisfangelsi. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira