„Þjálfarinn kemur í viðtöl eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. nóvember 2019 15:00 Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira