Reyna að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist af í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2019 14:15 Frá Grímseyjarhöfn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“ Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“
Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17
Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15