Arsenal býður Xhaka upp á fría sálfræðitíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. október 2019 08:30 Xhaka gæti misst fyrirliðabandið hjá Arsenal. vísir/getty Það logar allt stafna á milli hjá Arsenal í kjölfar þess að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, brjálaðist er hann var tekinn af velli í leiknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Hann sagði þá stuðningsmönnum Arsenal að „Fuck off“ en þeir bauluðu á hann þar sem hann var ekkert að drífa sig af velli. Xhaka fór svo úr treyjunni og strunsaði niður göngin. Þessi hegðun fór verulega í taugarnar á stuðningsmönnum liðsins. Stjóri liðsins, Unai Emery, segir að fyrirliðinn sé niðurbrotinn yfir þessu öllu. „Hann er verulega miður sín og í raun í öngum sínum. Honum líður eins og stuðningsmenn félagsins hafi snúið við honum baki,“ sagði Emery sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvað hann gerir næst. Arsenal hefur þó boðið fyrirliðanum upp á sálfræðitíma til þess að hjálpa við að lyfta honum upp. „Hann hagaði sér frábærlega á æfingu í gær en veit samt að hann hafði rangt fyrir sér með því að haga sér svona. Hann finnur fyrir því.“ Stjórinn segir að Xhaka eigi að biðja stuðningsmenn félagsins afsökunar. „Hann þarf ekki að biðja mig afsökunar því ég veit að hann er miður sín. Hann er þungur og þarf á stuðningi að halda.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Unai Emery, stjóri Arsenal, var ekki tilbúinn að verja framkomu fyrirliða síns á Emirates leikvangnum í dag. 27. október 2019 20:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Það logar allt stafna á milli hjá Arsenal í kjölfar þess að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, brjálaðist er hann var tekinn af velli í leiknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Hann sagði þá stuðningsmönnum Arsenal að „Fuck off“ en þeir bauluðu á hann þar sem hann var ekkert að drífa sig af velli. Xhaka fór svo úr treyjunni og strunsaði niður göngin. Þessi hegðun fór verulega í taugarnar á stuðningsmönnum liðsins. Stjóri liðsins, Unai Emery, segir að fyrirliðinn sé niðurbrotinn yfir þessu öllu. „Hann er verulega miður sín og í raun í öngum sínum. Honum líður eins og stuðningsmenn félagsins hafi snúið við honum baki,“ sagði Emery sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvað hann gerir næst. Arsenal hefur þó boðið fyrirliðanum upp á sálfræðitíma til þess að hjálpa við að lyfta honum upp. „Hann hagaði sér frábærlega á æfingu í gær en veit samt að hann hafði rangt fyrir sér með því að haga sér svona. Hann finnur fyrir því.“ Stjórinn segir að Xhaka eigi að biðja stuðningsmenn félagsins afsökunar. „Hann þarf ekki að biðja mig afsökunar því ég veit að hann er miður sín. Hann er þungur og þarf á stuðningi að halda.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Unai Emery, stjóri Arsenal, var ekki tilbúinn að verja framkomu fyrirliða síns á Emirates leikvangnum í dag. 27. október 2019 20:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Unai Emery, stjóri Arsenal, var ekki tilbúinn að verja framkomu fyrirliða síns á Emirates leikvangnum í dag. 27. október 2019 20:15