Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 23:45 Bolton og Trump þegar allt lék í lyndi. Leiðir skildu í september með nokkrum látum. Vísir/Getty Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Donalds Trump forseta hafa beðið John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, um að bera vitni í næstu viku. Yfirmaður Rússlandsmála hjá ráðinu sem ber vitni á morgun ætlar að segja af sér. Lögmaður Bolton segir að hann ætli ekki að koma sjálfviljugur fyrir þingnefndirnar en hann sé tilbúinn að taka við stefnu fyrir hönd hans. New York Times segir ekki ljóst hvort að Hvíta húsið gæti bannað Bolton að bera vitni eins og það hefur reynt að gera við fjölda annarra embættismanna sem hafa komið fyrir nefndirnar undir stefnu. Þingnefndirnar rannsaka hvort Trump hafi framið brot í embætti í samskiptum hans og ráðgjafa hans við úkraínsk stjórnvöld á þessu ári. Trump, Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, og nokkrir bandarískir erindrekar hafa verið sakaðir um að reka skuggautanríkisstefnu þar sem þeir settu þrýsting á nýjan forseta Úkraínu að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump og mögulegan mótherja í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu þeirra um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump þar til í september þegar hann hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump forseta er trúandi um hvernig brotthvarf hans bar að. Hann gæti reynst lykilvitni um ýmsa þá atburði sem rannsóknin beinist að. Fiona Hill, fyrrverandi ráðgjafi Trump um Rússland og Evrópu, hefur áður borið vitni um að Bolton hafi skipað henni að tilkynna þrýstingsherferð erindreka Trump til lögfræðings ráðsins. Hill sagði að Bolton hefði kallað Giuliani „handsprengju“ sem ætti eftir að „sprengja alla í burtu“. Sjálfur vildi hann ekki taka neinn þátt í það sem hann kallaði „dópviðskipti“ bandamanna Trump við Úkraínu.Adam Schiff, demókrati frá Kaliforníu, (fremstur) stýrir rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump.AP/Patrick SemanskySegir af sér rétt fyrir vitnisburð Á sama tíma og fréttir bárust af því að Bolton yrðu kallaður fyrir þingnefndirnar var greint frá því að Tim Morrison, yfirmaður málefna Rússlands hjá þjóðaröryggisráðinu, ætlaði að segja af sér embætti. Morrison á að bera vitni fyrir þingnefndunum á morgun. Politico segir að búist hafi verið við því að Morrison hætti hjá ráðinu og fara aftur í einkageirann um nokkra hríð. Tímasetning afsagnarinnar nú vekji engu að síður athygli. Nafn Morrison bar á góma í framburði vitna sem hafa komið fyrir nefndirnar. Þannig hafi William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, fullyrt að Morrison hafi orðið vitni að samtali Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, og háttsetts úkraínsks embættismanns, þar sem Sondland hafi fullyrt að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð Bandaríkjastjórnar til Úkraínu væri háð því að úkraínsk stjórnvöld yrðu að kröfu Trump um pólitískan greiða. Trump stöðvaði persónulega um 400 milljóna dollara aðstoðina sem báðir flokkar á Bandaríkjaþingi höfðu samþykkt skömmu fyrir afdrifaríkt símtal hans og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí. Aðstoðin var ekki greidd út fyrr en um miðjan september eftir að bandarískir þingmenn tóku að spyrjast fyrir um hvað ylli töfum á henni. Rannsóknin á mögulegum embættisbrotum Trump hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun þess efnis að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við Zelenskíj og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það. Framburður vitna og minnisblað sem Hvíta húsið birti um símtal Trump og Zelenskíj hefur þegar staðfest kvörtun uppljóstrarans að stórum hluta. Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins um Úkraínu, bar vitni í gær og sagðist hafa verið svo brugðið yfir samskiptum Trump og úkraínskra stjórnvalda að hann hafi í tvígang gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Hann hafi jafnframt reynt að bæta við upplýsingum inn í minnisblað Hvíta hússins um símtal Trump og Zelenskíj án árangurs.Framburður Johns Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra, var ekki hluti af rannsókn fulltrúadeildarinnar heldur kom hann fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar vegna þess að hann er tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu.AP/Scott ApplewhiteGiuliani stóð fyrir ófrægingarherferð gegn sendiherra John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom fyrir nefnd öldungadeildar þingsins í dag sem fjallar um tilnefningu hans sem næsta sendiherra í Úkraínu. Hann sagði þingmönnum að Giulani, lögmaður Trump, hafi staðið fyrir ófrægingarherferð gegn Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Yovanovitch var fyrirvaralaust kölluð frá Úkraínu í vor að ákvörðun Trump forseta. Framburður Sullivan var opinber en í honum staðfesti hann það sem önnur vitni hafa sagt á bak við luktar dyr um að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lofaði Sullivan störf Yovanovitch, að sögn New York Times. „Mín vitneskja í vor og sumar á þessu ári um aðild herra Giuliani tengdist herferð gegn sendiherranum okkar í Úkraínu,“ sagði Sullivan sem játaði því að hann teldi Yovanovitch hafa orðið fyrir ófrægingu. Sullivan var einnig spurður að því hvort hann teldi eðlilegt að forseti Bandaríkjanna reyndi að fá erlend ríki til að rannsaka pólitíska keppinauta hans sagðist sendiherraefnið ekki telja það „samræmast gildum okkar“..@SenatorMenendez: "What did you know about a shadow Ukraine policy being carried out by Rudy Giuliani?"Watch response from John Sullivan, nominee to be Ambassador to Russia in clip below.Full video: https://t.co/72lqqmuhwh pic.twitter.com/0eQuT7pl23— CSPAN (@cspan) October 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Donalds Trump forseta hafa beðið John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, um að bera vitni í næstu viku. Yfirmaður Rússlandsmála hjá ráðinu sem ber vitni á morgun ætlar að segja af sér. Lögmaður Bolton segir að hann ætli ekki að koma sjálfviljugur fyrir þingnefndirnar en hann sé tilbúinn að taka við stefnu fyrir hönd hans. New York Times segir ekki ljóst hvort að Hvíta húsið gæti bannað Bolton að bera vitni eins og það hefur reynt að gera við fjölda annarra embættismanna sem hafa komið fyrir nefndirnar undir stefnu. Þingnefndirnar rannsaka hvort Trump hafi framið brot í embætti í samskiptum hans og ráðgjafa hans við úkraínsk stjórnvöld á þessu ári. Trump, Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, og nokkrir bandarískir erindrekar hafa verið sakaðir um að reka skuggautanríkisstefnu þar sem þeir settu þrýsting á nýjan forseta Úkraínu að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump og mögulegan mótherja í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu þeirra um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump þar til í september þegar hann hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump forseta er trúandi um hvernig brotthvarf hans bar að. Hann gæti reynst lykilvitni um ýmsa þá atburði sem rannsóknin beinist að. Fiona Hill, fyrrverandi ráðgjafi Trump um Rússland og Evrópu, hefur áður borið vitni um að Bolton hafi skipað henni að tilkynna þrýstingsherferð erindreka Trump til lögfræðings ráðsins. Hill sagði að Bolton hefði kallað Giuliani „handsprengju“ sem ætti eftir að „sprengja alla í burtu“. Sjálfur vildi hann ekki taka neinn þátt í það sem hann kallaði „dópviðskipti“ bandamanna Trump við Úkraínu.Adam Schiff, demókrati frá Kaliforníu, (fremstur) stýrir rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump.AP/Patrick SemanskySegir af sér rétt fyrir vitnisburð Á sama tíma og fréttir bárust af því að Bolton yrðu kallaður fyrir þingnefndirnar var greint frá því að Tim Morrison, yfirmaður málefna Rússlands hjá þjóðaröryggisráðinu, ætlaði að segja af sér embætti. Morrison á að bera vitni fyrir þingnefndunum á morgun. Politico segir að búist hafi verið við því að Morrison hætti hjá ráðinu og fara aftur í einkageirann um nokkra hríð. Tímasetning afsagnarinnar nú vekji engu að síður athygli. Nafn Morrison bar á góma í framburði vitna sem hafa komið fyrir nefndirnar. Þannig hafi William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, fullyrt að Morrison hafi orðið vitni að samtali Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, og háttsetts úkraínsks embættismanns, þar sem Sondland hafi fullyrt að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð Bandaríkjastjórnar til Úkraínu væri háð því að úkraínsk stjórnvöld yrðu að kröfu Trump um pólitískan greiða. Trump stöðvaði persónulega um 400 milljóna dollara aðstoðina sem báðir flokkar á Bandaríkjaþingi höfðu samþykkt skömmu fyrir afdrifaríkt símtal hans og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí. Aðstoðin var ekki greidd út fyrr en um miðjan september eftir að bandarískir þingmenn tóku að spyrjast fyrir um hvað ylli töfum á henni. Rannsóknin á mögulegum embættisbrotum Trump hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun þess efnis að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við Zelenskíj og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það. Framburður vitna og minnisblað sem Hvíta húsið birti um símtal Trump og Zelenskíj hefur þegar staðfest kvörtun uppljóstrarans að stórum hluta. Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins um Úkraínu, bar vitni í gær og sagðist hafa verið svo brugðið yfir samskiptum Trump og úkraínskra stjórnvalda að hann hafi í tvígang gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Hann hafi jafnframt reynt að bæta við upplýsingum inn í minnisblað Hvíta hússins um símtal Trump og Zelenskíj án árangurs.Framburður Johns Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra, var ekki hluti af rannsókn fulltrúadeildarinnar heldur kom hann fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar vegna þess að hann er tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu.AP/Scott ApplewhiteGiuliani stóð fyrir ófrægingarherferð gegn sendiherra John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom fyrir nefnd öldungadeildar þingsins í dag sem fjallar um tilnefningu hans sem næsta sendiherra í Úkraínu. Hann sagði þingmönnum að Giulani, lögmaður Trump, hafi staðið fyrir ófrægingarherferð gegn Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Yovanovitch var fyrirvaralaust kölluð frá Úkraínu í vor að ákvörðun Trump forseta. Framburður Sullivan var opinber en í honum staðfesti hann það sem önnur vitni hafa sagt á bak við luktar dyr um að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lofaði Sullivan störf Yovanovitch, að sögn New York Times. „Mín vitneskja í vor og sumar á þessu ári um aðild herra Giuliani tengdist herferð gegn sendiherranum okkar í Úkraínu,“ sagði Sullivan sem játaði því að hann teldi Yovanovitch hafa orðið fyrir ófrægingu. Sullivan var einnig spurður að því hvort hann teldi eðlilegt að forseti Bandaríkjanna reyndi að fá erlend ríki til að rannsaka pólitíska keppinauta hans sagðist sendiherraefnið ekki telja það „samræmast gildum okkar“..@SenatorMenendez: "What did you know about a shadow Ukraine policy being carried out by Rudy Giuliani?"Watch response from John Sullivan, nominee to be Ambassador to Russia in clip below.Full video: https://t.co/72lqqmuhwh pic.twitter.com/0eQuT7pl23— CSPAN (@cspan) October 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01