Fundu fyrir afar fjandsamlegu viðmóti Hjörvar Ólafsson skrifar 31. október 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson fór snemma út og tókst að vinna sig upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/TF-Images Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira