Botnfrosinn leikmannamarkaður Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 31. október 2019 14:00 Níundu félagaskiptin runnu í gegnum KSÍ í gær þegar Halldór Orri Björnsson sneri aftur í sína heimahaga í Garðabæ og samdi við Stjörnuna. Fimm félög hafa ekki sótt sér nýjan leikmann eftir að tímabilinu lauk. Fréttablaðið/Ernir Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira