Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 14:41 Mælst er til þess að fólk hvíli bílinn. vísir/vilhelm Auknar líkur eru á svokölluðum „gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Veðurspár gera ráð fyrir þurru og hæglátu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, en í slíkum aðstæðum geta aukist líkur á loftmengun vegna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Sú mengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Síðastliðinn sunnudag og mánudag mældist styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár við stórar umferðaræðar. Haft er eftir Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, að verið séum að renna inn í tímabil þar sem loftmengun vegna bílaumferðar kunni að fara yfir heilsuverndarmörk. „Það er er erfitt að spá nákvæmlega hvernig köfnunarefnisdíoxíið muni safnast fyrir á höfuðborgarsvæðinu og því hvetjum við fólk til að vera meðvitað um loftgæði og fylgjast með viðvörunum,“ segir Svava. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi og eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum, að takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er bent á að börn ættu að forðast útivist í lengri tíma. Besta leiðin til þess að reyna að bregðast við loftmengun sé að fólk nýti sér vistvæna samgöngumáta, eins og að hjóla, ganga eða taka Strætó á milli staða. Hægt er að fylgjast með loftmengun á síðunni loftgaedi.is. Reykjavík Strætó Umhverfismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Auknar líkur eru á svokölluðum „gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Veðurspár gera ráð fyrir þurru og hæglátu veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga, en í slíkum aðstæðum geta aukist líkur á loftmengun vegna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2). Sú mengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Síðastliðinn sunnudag og mánudag mældist styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár við stórar umferðaræðar. Haft er eftir Svövu S. Steinarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, að verið séum að renna inn í tímabil þar sem loftmengun vegna bílaumferðar kunni að fara yfir heilsuverndarmörk. „Það er er erfitt að spá nákvæmlega hvernig köfnunarefnisdíoxíið muni safnast fyrir á höfuðborgarsvæðinu og því hvetjum við fólk til að vera meðvitað um loftgæði og fylgjast með viðvörunum,“ segir Svava. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndunarvegi og eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum, að takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er bent á að börn ættu að forðast útivist í lengri tíma. Besta leiðin til þess að reyna að bregðast við loftmengun sé að fólk nýti sér vistvæna samgöngumáta, eins og að hjóla, ganga eða taka Strætó á milli staða. Hægt er að fylgjast með loftmengun á síðunni loftgaedi.is.
Reykjavík Strætó Umhverfismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira