Öfluðu milljarðs til að ljúka framkvæmdum félags GAMMA Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 17:45 Máni Atlason, framkvæmdastjóri GAMMA Capital Management hf. Vísir/Egill Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári. GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári.
GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30
Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54
Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15
Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent