Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 19:30 Stjórn Reykjalundar vinnur nú að því að lægja öldurnar. vísir/vilhelm Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“ Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27