Lífið

Frumsýning fyrstu íslensku gay vampírumyndarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. leikstjórar myndarinnar á frumsýningunni.
Gaukur Úlfarsson og Steindi Jr. leikstjórar myndarinnar á frumsýningunni. Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Kvikmyndin Þorsti var frumsýnd á föstudagskvöld en hún er fyrsta íslenska „gay vampírumyndin,“ eins og Steinþór Hróar Steinþórsson, maðurinn á bak við myndina, kallar hana.

Steinþór, betur þekktur sem Steindi, segir að Sigurjón Sighvatsson, framleiðandi, hafi sagt honum og Gauki Úlfarssyni, leikstjóra, hvað „virki í dag“ og það sé víst þetta, gay vampírumynd. Þetta sagði Steindi á frumsýningu myndarinnar á föstudag en Ísland í dag fór og fylgdist með.

Myndin er gerð í samstarfi við Leikhópinn X, sem er leikhópur sem stofnaður var árið 2005. Steindi kynntist Hirti Sævari Steinasyni, aðalleikara myndarinnar við framleiðslu þáttanna Góðir landsmenn, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust.

Leikhópurinn X hefur ekki setið auðum höndum en þau hafa bæði gert stutta „sketsa“ bæði á Facebook og YouTube og svo hafa þau skrifað handrit að sjónvarpsþáttaseríu.

„Það sem mér finnst vera svo skemmtilegt við þetta er að við náðum einhvern vegin að gera mynd á engum tíma. Rúmri viku! Við hugsuðum alltaf: „Guð skapaði heiminn á sjö dögum, við getum skapað þorsta á sjö dögum.“ Við erum ekki minni menn,“ segir Steindi.

Það koma margir þekktir Íslendingar fram í myndinni, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og svo lengi mætti telja.

Mikil aðsókn var á frumsýninguna og komu svo margir að opna þurfti nýjan sal til að sýna myndina í.

Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.

Emmsjé Gauti var hæst ánægður með sýninguna.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Aron Már Ólafsson og Haraldur Stefánsson fóru með hlutverk í myndinni.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Aron Can og Einar Örn skemmtu sér vel á sýningunni.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Gaukur Úlfarsson, leikstjóri myndarinnar, og eiginkona hans Guðrún Olsen, framleiðandi myndarinnar.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Aðstandendur myndarinnar voru stoltir af lokaútkomunni.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Það var margt um manninn á frumsýningunni.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir
Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri Hjartasteins, og eiginkona hans Ylfa.Vísir/Edda Hersir Sigurjónsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×