Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 13:14 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“ Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira