Sjálfbærni rædd á Nýsköpunarþingi Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. október 2019 06:00 Leyla Acaroglu er aðalfyrirlesari þingsins. Hún er vinsæl og hefur fyrirlestur hennar á TED fengið yfir milljón áhorf. Fréttablaðið/EPA Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Nýsköpunarþing 2019 fer fram á Grand Hóteli í dag en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Sjálfbærni til framtíðar“. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra mun flytja opnunarávarp þingsins og veita Nýsköpunarverðlaun Íslands. „Valið á þessu þema má kannski rekja til þess að það er ákveðið ákall í umhverfinu okkar í dag um sjálfbærni. Fyrirlesararnir munu tala um nýsköpun og hönnun út frá sjálfbærni,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en hún er jafnframt fundarstjóri. Auk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins standa Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þinginu. Aðalfyrirlesari þingsins er hin ástralska Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. „Hún býr núna í Portúgal þar sem hún rekur meðal annars bóndabýli sem vinnur algjörlega eftir hugmyndafræði sjálfbærni. Býlið er notað til kennslu í skóla sem hún á en hugmyndafræðin gengur út á að fá okkur til að hugsa upp á nýtt hvernig við hönnum hluti,“ segir Huld.Huld Magnúsdóttir (t.v.)Hugmyndafræði Acaroglu er mjög skapandi og hvetjandi að sögn Huldar sem býst við afar kröftugum fyrirlestri. Á þinginu munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun. „Fyrirlesararnir eru mjög ólíkir því við vildum fá áherslur úr mismunandi áttum. Við erum líka að reyna fá svolitla breidd í aldri fyrirlesara. Við erum með ungt fólk upp í fólk sem er hokið af reynslu og allt þar á milli,“ segir Huld. Aðspurð segir Huld að staða nýsköpunar og hönnunar hérlendis út frá sjálfbærni sé nokkuð góð. „Ég held að víða sé verið að gera mjög mikið af flottum hlutum. Það er einmitt þess vegna sem við fengum þennan hóp af fólki til að koma og segja frá því sem verið er að gera. Þetta er samt umræðuefni sem þarf að tala um og ítreka. Það má alltaf benda á eitthvað nýtt og við getum alltaf bætt okkur.“ Nýlega var kynnt nýsköpunarstefna fyrir Ísland þar sem sett er fram framtíðarsýn fyrir árið 2030. Huld býst við því að stefnan verði rædd á þinginu. „Nýsköpunarstefnan er mjög mikilvæg því hún er upphafið að því hvernig við ætlum að vinna þetta. Það er búið að setja vörður á leiðina en það er tvímælalaust fullt af verkefnum fyrir framan okkur.“ Dagskrá þingsins í dag hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis og þingið öllum opið. „Við hvetjum bara fólk til að koma og hlusta á þessi áhugaverðu erindi. Við búumst við góðum og öflugum umræðum,“ segir Huld að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Umhverfismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira