„Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:00 Björgvin Páll Gústavsson á HM í Þýskalandi í janúar. Getty/Jörg Schüler Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00
Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00
Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00