Elmar Hallgríms nýr framkvæmdastjóri Samiðnar samhliða trésmíðanámi Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 11:55 Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, handsala samninginn. Samiðn Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samiðnar af Þorbirni Guðmundssyni sem gegndi því í þrjá áratugi. Þorbjörn starfar áfram á vegum Samiðnar og er í forystu sambandsins í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samiðn sem er samband tólf aðildarfélaga iðnaðarmanna víðsvegar um landið. Elmar er lögfræðingur með embættispróf frá Háskóla Íslands og prófgráðu líka frá University of Pennsylvania í Bandaríkjunum. Hann lauk meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og viðskiptasiðfræði frá HÍ, einnig prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Elmar hefur m.a. starfað í stjórnunarstöðu hjá Vodafone, 365 miðlum og var um árabil lektor við Háskóla Íslands, og starfar þar nú sem stundakennari í viðskiptafræðideild og kennir m.a. samningatækni í MBA-námi HÍ, sem og við lagadeild skólans. Þá er hann þjálfari hjá Dale Carnegie. Elmar þekkir vel til í fjölmiðlageiranum. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 árið 2016 en sagði upp þar í september 2018. Hálfu ári síðar var hann ráðinn í stjórnandateymi Sýnar en var einn fimm stjórnenda sem var sagt upp nokkrum mánuðum síðar.Iðnaður standi honum nærri „Ég tek við góðu búi af Þorbirni og mun gefa mér tíma í að kynnast nýju vinnuumhverfi. Breyttar áherslur fylgja jafnan nýjum stjórnendum en tíminn leiðir í ljós hverjar þær verða og hvernig þær birtast. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að vinna að hagsmunum félagsmanna og annast rekstur Samiðnar (eins vel og unnt er). Ég hef sömuleiðis hug á að kynna Samiðn meira út á við og styrkja ímynd sambandsins. Stærstu verkefnin framundan varða til dæmis breytt launakerfi félagsmanna þar sem hæfni skal líka metin til launa en ekki horft einvörðungu til starfsaldurs. Þá er mikil áskorun fólgin í því að takast á við áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Störf munu breytast, ný störf verða til og einhverjum störfum getur fækkað. Þarna blasir við að tengja iðnmenntun inn í háskólaumhverfið og þar sé ég mörg tækifæri og nauðsyn á að iðnaðarmenn og samtök okkar hafi frumkvæði í umræðu og áhrif á þróun mála. Iðnaður og handverk hefur verið nálægt mér alla tíð. Móðir mín er gullsmiður og foreldrar mínir reka verslun á Laugavegi. Þá er bróðir minn sömuleiðis gullsmiður og segja má að í móðurættinni sé gullsmíðin fjölskylduiðn. Sjálfur hef ég annan bakgrunn en hef kynnst samtökum og félögum í verkalýðshreyfingunni með margvíslegum hætti. Ég hef m.a. haldið námskeið og veitt ráðgjöf og aðstoð í kjarasamningum. Áhugi á iðnaði er sannarlega til staðar og kviknaði löngu áður en framkvæmdastjórastarf hjá Samiðn kom til sögunnar. Núna stunda ég trésmíðanám á kvöldnámskeiðum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hef fengið staðfest að miklu erfiðara er að ná tökum á því að geirnegla en að lesa almenna lögfræði!“ Vistaskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samiðnar af Þorbirni Guðmundssyni sem gegndi því í þrjá áratugi. Þorbjörn starfar áfram á vegum Samiðnar og er í forystu sambandsins í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum við ríki og sveitarfélög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samiðn sem er samband tólf aðildarfélaga iðnaðarmanna víðsvegar um landið. Elmar er lögfræðingur með embættispróf frá Háskóla Íslands og prófgráðu líka frá University of Pennsylvania í Bandaríkjunum. Hann lauk meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og viðskiptasiðfræði frá HÍ, einnig prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Elmar hefur m.a. starfað í stjórnunarstöðu hjá Vodafone, 365 miðlum og var um árabil lektor við Háskóla Íslands, og starfar þar nú sem stundakennari í viðskiptafræðideild og kennir m.a. samningatækni í MBA-námi HÍ, sem og við lagadeild skólans. Þá er hann þjálfari hjá Dale Carnegie. Elmar þekkir vel til í fjölmiðlageiranum. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 árið 2016 en sagði upp þar í september 2018. Hálfu ári síðar var hann ráðinn í stjórnandateymi Sýnar en var einn fimm stjórnenda sem var sagt upp nokkrum mánuðum síðar.Iðnaður standi honum nærri „Ég tek við góðu búi af Þorbirni og mun gefa mér tíma í að kynnast nýju vinnuumhverfi. Breyttar áherslur fylgja jafnan nýjum stjórnendum en tíminn leiðir í ljós hverjar þær verða og hvernig þær birtast. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að vinna að hagsmunum félagsmanna og annast rekstur Samiðnar (eins vel og unnt er). Ég hef sömuleiðis hug á að kynna Samiðn meira út á við og styrkja ímynd sambandsins. Stærstu verkefnin framundan varða til dæmis breytt launakerfi félagsmanna þar sem hæfni skal líka metin til launa en ekki horft einvörðungu til starfsaldurs. Þá er mikil áskorun fólgin í því að takast á við áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar. Störf munu breytast, ný störf verða til og einhverjum störfum getur fækkað. Þarna blasir við að tengja iðnmenntun inn í háskólaumhverfið og þar sé ég mörg tækifæri og nauðsyn á að iðnaðarmenn og samtök okkar hafi frumkvæði í umræðu og áhrif á þróun mála. Iðnaður og handverk hefur verið nálægt mér alla tíð. Móðir mín er gullsmiður og foreldrar mínir reka verslun á Laugavegi. Þá er bróðir minn sömuleiðis gullsmiður og segja má að í móðurættinni sé gullsmíðin fjölskylduiðn. Sjálfur hef ég annan bakgrunn en hef kynnst samtökum og félögum í verkalýðshreyfingunni með margvíslegum hætti. Ég hef m.a. haldið námskeið og veitt ráðgjöf og aðstoð í kjarasamningum. Áhugi á iðnaði er sannarlega til staðar og kviknaði löngu áður en framkvæmdastjórastarf hjá Samiðn kom til sögunnar. Núna stunda ég trésmíðanám á kvöldnámskeiðum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hef fengið staðfest að miklu erfiðara er að ná tökum á því að geirnegla en að lesa almenna lögfræði!“
Vistaskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira