40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 15:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís. Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís.
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira