Fara í gegnum tuttugu ára feril með afmælistónleikum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2019 20:00 Buff var stofnuð árið 1999. Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira