Dómari sem átti að dæma undanúrslitaleik á HM sendur heim eftir vafasama myndatöku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 12:30 Jaco Peyper með rauða sjaldið á lofti. Gdetty/Shaun Botterill Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý. Rugby Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý.
Rugby Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira