Stal sjúkrabíl og ók á fólk í Osló Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. október 2019 11:06 Skotum var hleypt af þegar sjúkrabíllinn var stöðvaður. EPA/Stian Lysberg Solum Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019 Noregur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019
Noregur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira