Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2019 10:49 Árásin átti sér stað skammt frá lögreglustöð 2, sem stendur við Flatahraun í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. Árásin átti sér stað um 30 metra frá lögreglustöðinni við Flatahraun 11 og voru lögreglumenn því ekki lengi á vettvang - „við sáum þetta nánast út um kaffistofugluggann hjá okkur,“ eins og lögregluþjónn á lögreglustöð 2 orðaði það í samtali við Vísi. Að sögn vitnis rauk árásarmaðurinn að bíl fyrir framan sig og barði í rúðuna, reif síðan upp hurðina og sló ökumann nokkrum höggum í andlitið áður en hann dró ökumanninn út úr bílnum. Fjölskylda ökumannsins var í bílnum, eiginkona hans og ungur sonur. Vitnið segir árásarmanninn hafa öskrað á ökumanninn að hann hafi „svínað á sig,“ áður en hann lét höggin dynja. Þau sem urðu vitni að atburðarásinni segja þá ásökun þó ekki halda vatni. Sem fyrr segir var lögreglan fljót að ganga á milli og handtaka árásarmanninn sem var fluttur á lögreglustöðina. Ekki var talið tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum og fékk hann því að halda heim að lokinni skýrslutöku. Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. Árásin átti sér stað um 30 metra frá lögreglustöðinni við Flatahraun 11 og voru lögreglumenn því ekki lengi á vettvang - „við sáum þetta nánast út um kaffistofugluggann hjá okkur,“ eins og lögregluþjónn á lögreglustöð 2 orðaði það í samtali við Vísi. Að sögn vitnis rauk árásarmaðurinn að bíl fyrir framan sig og barði í rúðuna, reif síðan upp hurðina og sló ökumann nokkrum höggum í andlitið áður en hann dró ökumanninn út úr bílnum. Fjölskylda ökumannsins var í bílnum, eiginkona hans og ungur sonur. Vitnið segir árásarmanninn hafa öskrað á ökumanninn að hann hafi „svínað á sig,“ áður en hann lét höggin dynja. Þau sem urðu vitni að atburðarásinni segja þá ásökun þó ekki halda vatni. Sem fyrr segir var lögreglan fljót að ganga á milli og handtaka árásarmanninn sem var fluttur á lögreglustöðina. Ekki var talið tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum og fékk hann því að halda heim að lokinni skýrslutöku.
Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira