Hefur strítt Conan með sömu lélegu myndinni í fimmtán ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 13:20 Leikarinn Paul Rudd hefur um árabil strítt Conan O‘Brien með ákveðinni kvikmynd sem þykir hræðileg. Allt frá árinu 2004 hefur Rudd mætt í þætti Conan og sagst vera með stiklu úr nýjustu verkum hans en í stað þess að sýna þá stiklu, sýnir hann kafla úr myndinni Mac and Me frá 1988.Þetta hefur staðið yfir í heil fimmtán ár og virðist verða fyndnara í hvert skipti. Fyrsti hrekkur Rudd átti sér stað árið 2004 og þá sagðist leikarinn ætla að sýna hluta úr lokaþætti Friends. Til gamans má geta að Mac and Me var fyrsta kvikmyndin sem Jennifer Aniston lék í. Hann hefur gert þetta margsinnis síðan og nú síðast í gær. Þar að auki hefur Rudd nokkrum sinnum sýnt sama atriðið úr Mac and Me tvisvar sinnum í sama þætti Conan. Þó hefur komið fyrir að leikstjórar hafi bannað honum að sýna Mac and Me. Hann komst hins vegar upp með það þegar hann lék Ant Man að klippa saman efni úr myndinni og Mac and Me.Sjá má nokkur skipti hér að neðan. Í neðsta myndbandinu hefur einhver góðhjartaður aðili tekið saman fjölda atvika þar sem Rudd hefur sýnt Mac and Me í þætti Conan. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn Paul Rudd hefur um árabil strítt Conan O‘Brien með ákveðinni kvikmynd sem þykir hræðileg. Allt frá árinu 2004 hefur Rudd mætt í þætti Conan og sagst vera með stiklu úr nýjustu verkum hans en í stað þess að sýna þá stiklu, sýnir hann kafla úr myndinni Mac and Me frá 1988.Þetta hefur staðið yfir í heil fimmtán ár og virðist verða fyndnara í hvert skipti. Fyrsti hrekkur Rudd átti sér stað árið 2004 og þá sagðist leikarinn ætla að sýna hluta úr lokaþætti Friends. Til gamans má geta að Mac and Me var fyrsta kvikmyndin sem Jennifer Aniston lék í. Hann hefur gert þetta margsinnis síðan og nú síðast í gær. Þar að auki hefur Rudd nokkrum sinnum sýnt sama atriðið úr Mac and Me tvisvar sinnum í sama þætti Conan. Þó hefur komið fyrir að leikstjórar hafi bannað honum að sýna Mac and Me. Hann komst hins vegar upp með það þegar hann lék Ant Man að klippa saman efni úr myndinni og Mac and Me.Sjá má nokkur skipti hér að neðan. Í neðsta myndbandinu hefur einhver góðhjartaður aðili tekið saman fjölda atvika þar sem Rudd hefur sýnt Mac and Me í þætti Conan.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira