Sökuðu hvor annan um hringlandahátt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Leví Gunnarsson tókust á um veggjöld í morgun. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til Sigurðar Inga í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Björn Leví sagði að í upphafi kjörtímabilsins hafi komið fram í fréttum að ráðherrann hafi sagt engin áform uppi um veggjöld á helstu leiðum til og frá Reykjavík og að ekki væri stafkrókur um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Síðan hafi verið talað um veggjöld í ýmsum útfærslum í umræðu um fjármálaáætlun og í tengslum við samgönguáætlun og hvort ætti að hefja slíka gjaldtöku eða ekki. Með stuttu millibili hafi síðan að sögn Björns Levís komið misvísandi skilaboð frá ríkisstjórninni um hvort hefja eigi gjaldtöku á helstu stofnleiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu eða ekki. „Svona hringlandaháttur er dálítið óþolandi og ég tel að hæstvirtur ráðherra skuldi okkur skýringu á þessari hringavitleysu í stefnu stjórnvalda,“ sagði Björn Leví. Sigurður Ingi snéri vörn í sókn í andsvari sínu. „Ég gæti spurt háttvirtan þingmann á móti: Hvaða hringlandaháttur er það í meirihluta sveitarstjórnarinnar hér í Reykjavíkurhreppi, sem að háttvirtur þingmaður er í sama flokki og það fólk, að vera tilbúið að fara hér í miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, gera samkomulag við ríkið, meðal annars um að fá tæki til að stýra umferð, til að minnka umferð, sem eru tillögur borgarfulltrúanna en ekki ríkisins,“ sagði Sigurður Ingi.Segir gjaldtöku að ósk borgarfulltrúa „Síðan komi hér háttvirtur þingmaður upp og spyrji hvaða hringlandaháttur sé í gangi. Við erum einfaldlega hér að vinna að risastóru verkefni,“ bætti Sigurður Ingi við. Sjálfur hafi hann ekki skipt um skoðun varðandi gjaldtöku. „Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um vegtolla sem að ætti að byggja allar samgöngur á og ég er ekki að leggja slíkt fram.“ Hann hafi hins vegar lagt til að gjaldtaka verði í tengslum við sex verkefni til að flýta framkvæmdum. „Ég er í samkomulagi, og ég bakka það upp, í samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að fara inn í og leysa stórkostlegan vanda sem hér er, meðal annars með því að taka gjald vegna þess að það er þeirra ósk, þar á meðal væntanlega flokkur háttvirts þingmanns, þannig að þegar hann kemur hér upp og talar um hringlandahátt þá verð ég bara að senda þá spurningu til baka,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira