Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 23:30 Donald Trump er gjarnan að finna á blaðsíðum New York Times og Washington Post. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent