Kosið um sameiningu á morgun: „Það er annað hvort já eða nei“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2019 12:30 Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstöður muni liggja fyrir fyrir miðnætti á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent