Forseti Alþingis íhugar heimboð forseta rússnesku Dúmunnar Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2019 12:01 Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. Vísir/vilhelm Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira