Heiður að vera valinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. október 2019 12:00 Arnar keppti fyrir hönd ÍR á Reykjavíkurleikunum. MYND/KEILUSAMBANDIÐ Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sjá meira
Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sjá meira