Ellefu ára fangelsi fyrir að kasta félaga sínum niður af sjöundu hæð Sylvía Hall skrifar 26. október 2019 10:55 Maðurinn var myrtur í Fyllingsdalen í Bergen á síðasta ári. Vísir/Getty 22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður. Noregur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
22 ára karlmaður í Noregi hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að myrða hinn 21 árs gamla Sebastian Seterås þann 23. mars á síðasta ári. Seterås lést eftir að honum var kastað niður af sjöundu hæð íbúðablokkar í Fyllingsdalen í Bergen. Seterås og maðurinn höfðu verið að skemmta sér saman fyrr um kvöldið og ákváðu því næst að fara heim til mannsins í Fyllingsdalen þar sem hann bjó ásamt móður sinni. Stuttu síðar kom upp ágreiningur á milli þeirra, meðal annars um hver skyldi borga fyrir áfengisflösku sem þeir höfðu keypt, og þróaðist rifrildið fljótt út í slagsmál. Í vitnisburði sínum lýsti maðurinn slagsmálum þeirra og sagðist hann hafa fengið töluverða ánægju út úr ofbeldinu. Þegar ofbeldið hófst hafi hann misst alla stjórn og „sprungið“. Hann hafi ekki getað hætt og upplifði sig valdamikinn. Eftir að hafa slegið Seterås nokkrum höggum í höfuð og andlit sló hann flöskunni í höfuð hans með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Við það missti Seterås meðvitund og segist maðurinn hafa orðið skelfingu lostinn og haldið að hann væri látinn. Hann hafi því ákveðið að kasta honum niður af sjöundu hæð, en fallið var um 22 metrar. Maðurinn hringdi því næst á lögreglu og sagði Seterås hafa framið sjálfsvíg. Þá sagðist hann hafa reynt að koma í veg fyrir það en það hafi ekki gengið sem skyldi. Móðir mannsins var heima á þeim tíma er árásin varð og hlaut hún tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu, en henni er gefið að sök að hafa ekki kallað á læknishjálp eftir að Seterås hafði verið kastað niður og var sökuð um að hafa reynt að fjarlægja sönnunargögn af vettvangi. Krufning hefur leitt í ljós að dánarorsök Seterås voru alvarlegir höfuðáverkar en helsta ágreiningsmál réttarhaldanna var meðal annars hvort hann hafi verið látinn áður en honum var kastað niður. Dómararnir töldu líklegast að hann hafi verið enn á lífi fyrir fallið en litu til þess að maðurinn hefði ólíklega getað vitað að það þegar hann tók þá ákvörðun að kasta honum niður.
Noregur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira