Afi sýknaður af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 11:15 Framburður stúlkunnar var þó talinn trúverðugri en framburður afans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður. Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Framburður stúlkunnar er þó talinn trúverðugri en framburður afans en dómurinn sýknar hann vegna skorts á sönnunargögnum. Afinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað brotið á stúlkunni frá því hún var fimm ára gömul til tólf eða þrettán ára, á tímabilinu 2007 til 2015. Hann er ákærður fyrir að hafa snert ber kynfæri hennar, látið hana snerta kynfæri sín og fróa honum. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlknni, traust hennar og trúnað til hans sem afi hennar. Héraðsdómur sýknaði manninn í sumar. Meirihluti dómsins taldi ákæruvaldið ekki hafa sannað sekt mannins. Allir dómararnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan en framburð afans ótrúverðugan. Þrátt fyrir það var hann sýknaður þar sem framburður hennar fékk ekki stoð í gögnum málsins. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti dóminn í gær. Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í janúar 2017 greindi hún frá því að afi hennar hefði brotið á henni frá því hún var fimm ára. Brotin hafi átt sér stað á heimili hans, að nóttu til í hjónarúmi afa hennar og ömmu, þegar hún og systkini hennar gistu þar. Þá hafi amma hennar verið í rúminu. Einnig hafi brotin átt sér stað á morgnanna þegar amma hennar fór út að hlaupa eða labba. Í gögnum málsins kemur fram að stúlkan hafði samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016 áður en hún greindi fyrst frá, þar sem hún lýsti vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Þá kemur einnig fram í dómnum að stúlkan hafi borið öll merki áfallastreituröskunar. Í dómi Landsréttar er meðal annars vísað til þess að framburður stúlkunnar sé á heildina litið trúverðugur og stöðugur og mun trúverðugri en framburður afans. Til stuðnings framburði hennar lægi hins vegar ekkert fyrir í málinu nema framburður hennar og afans og vottorð um andlega líðan hennar. Maðurinn var því sýknaður.
Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. 13. júlí 2018 14:50