Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Prentmets á Odda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 10:23 Nýtt sameinað félag heitir Prentmet Oddi. Vísir/Gva Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Prentmets á prentsmiðjunni Odda og verður nafn sameinaðs félags Prentmet Oddi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrst var greint frá kaupunum í mars síðastliðnum og var sameining fyrirtækjanna þá sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stæði í þessi dægrin. Hefði hann til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hefði rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hefði til að mynda leitt til hópuppsagna eins og Oddi þurfti að grípa til í upphafi árs 2018. Í tilkynningu nú kemur fram að Prentmet Oddi verði með aðsetur að Höfðabakka 7 þar sem Oddi hefur verið til húsa. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns. „Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks. Prentmet Oddi er leiðandi í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem getur fullunnið harðspjaldabækur. Á næstu misserum verður unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar. Fyrirtækið er Svansvottað og er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu. Stefnt er að því að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum og halda áfram að stuðla að sjálfbærni og skógrækt,“ segir í tilkynningu. Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 af Baldri Eyþórssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni, Björgvini Benediktssyni og Ellert Ág. Magnússyni. Prentmet var síðan stofnað 4. apríl 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnar Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir sem eiga og reka sameinað fyrirtæki. Guðmundur var á meistarasamning prentsmíði hjá Odda 1985-1988 og var Þorgeir Baldursson forstjóri, meistari hans. Samkeppnismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Prentmets á prentsmiðjunni Odda og verður nafn sameinaðs félags Prentmet Oddi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrst var greint frá kaupunum í mars síðastliðnum og var sameining fyrirtækjanna þá sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stæði í þessi dægrin. Hefði hann til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hefði rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hefði til að mynda leitt til hópuppsagna eins og Oddi þurfti að grípa til í upphafi árs 2018. Í tilkynningu nú kemur fram að Prentmet Oddi verði með aðsetur að Höfðabakka 7 þar sem Oddi hefur verið til húsa. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns. „Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks. Prentmet Oddi er leiðandi í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem getur fullunnið harðspjaldabækur. Á næstu misserum verður unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar. Fyrirtækið er Svansvottað og er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu. Stefnt er að því að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum og halda áfram að stuðla að sjálfbærni og skógrækt,“ segir í tilkynningu. Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 af Baldri Eyþórssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni, Björgvini Benediktssyni og Ellert Ág. Magnússyni. Prentmet var síðan stofnað 4. apríl 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnar Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir sem eiga og reka sameinað fyrirtæki. Guðmundur var á meistarasamning prentsmíði hjá Odda 1985-1988 og var Þorgeir Baldursson forstjóri, meistari hans.
Samkeppnismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06