Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2019 15:55 Fyrrverandi forstjóri Matís hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um slátrun. „Hvað finnst mér um ákæruna? Jahh, mér finnst svo sem eins og áður að stóra málið í þessu öllu sé nú að bændur annars vegar hafi tækifæri til að auka verðmætasköpun og eigi að búa við það fjálsræði sem viðgengst í öðrum atvinnurekstri til að taka ákvarðanir og þar með ábyrgð á eigin atvinnurekstri,“ segir Sveinn Margeirsson í samtali við Vísi. Hann var spurður hvað honum sýndist um ákæruna sem honum var birt frá lögreglustjóranum á Norðvesturlandi vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir. Sveinn segir ákæruna sérkennilega. „Nú hefur tilraunin snúist upp í það hvernig kerfið bregst við og mér finnst sérstakt að vera kærður sem einstaklingur þegar ég er að sinna lögmætu hlutverki míns atvinnuveitanda að kanna þessi mál. Hlutverk Matís er að auka nýsköpun og verðmætasköpun í landbúnaði. Þarna var verið að gera það.“Skilur ekki tal um trúnaðarbrest Sveinn var rekinn fyrir um ári frá Matís hvar hann var forstjóri en nýverið var gengið frá arftaka hans í starfi þar, Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðuna en hann hefur verið starfandi sem slíkur frá ársbyrjun. Brottreksturinn kom mörgum á óvart, hann var sagður tengjast þessu tiltekna máli og svo „trúnaðarbresti“. Sveinn segir nú að hann hafi aldrei vitað hvað stjórarformaður stofnunarinnar hafi verið að hugsa.Að sögn Sveins liggur fyrir rannsókn, sem Mast hefur af einhverjum ástæðum ekki birt, á gæðum heimaslátrunar miðað við sláturhúsanna. Eftir því sem Sveinn kemst næst þá eru gæðin meiri við heimaslátrun.visir/gva„En af umfjöllun dagblaða virðist það vera. En, ég skildi það aldrei sjálfur,“ segir Sveinn um hinn meinta trúnaðarbrest. Hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu, er að vinna sem fyrr við nýsköpun og tengjast þau verkefni eftir sem áður landbúnaði. Málið er tvíþætt að sögn Sveins. Neytendur eiga að hafa val og svo upplýsingar um hvaða vöru þeir eru að kaupa. „Og þá val um það að kaupa til að mynda beint frá bónda vöru sem þá er slátrað af bónda, ef viðkomandi neytandi telur það rétt.“Könnun til sem ekki hefur verið birt Sveinn segist telja sig vita að verulegt magn heimaslátrunar viðgengangist nú þegar og það þekkja allir sem vita eitthvað um landbúnað.Sveinn furðar sig á því hvernig þessi ákæra er til komin.„Upphaflega var þetta tilraun til að kanna gæði lambakjöts, að það væri sambærilegt af heimaslátrun og slátur húsi.Þær niðurstöðu sem ég sá áður en ég var rekinn bentu til þess að gæðin væru meiri í heimaslátrun. Það voru framkvæmdar mælingar sem ekki hafa verið gefnar út enn þá. Kannski réttast að Matís gefi það út og menn séu spurðir um það?“ Sveinn telur ákæruna og tildrög hennar sérkennileg þó hann kjósi að tala varlega. „En mér finnst sérstakt að heilbrigðiseftirlit Norðvesturlands afgreiðir þetta fimm dögum áður en Mast ákveður að kæra það. Heilbrigðiseftirlitið er það sem ber að hafa eftirlit með sölu. Ég ræddi við heilbrigðiseftirlitið og fór á fund heilbrigðisnefndar. Fimm dögum eftir að heilbrigðiseftirlitið á Norðvesturlandi tekur þá ákvörðun að gera ekkert í málinu er bent á í fundargerð að verkefnið hafi tekist að flestu leyti vel. Nokkrum dögum síðar ákveður annar eftirlitsaðili að kæra málið sem þó hafði ekki eftirlitsskildu í þessum málaflokki. maður veltir fyrir sér hvað býr að baki?“ Dómsmál Landbúnaður Lögreglumál Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Hvað finnst mér um ákæruna? Jahh, mér finnst svo sem eins og áður að stóra málið í þessu öllu sé nú að bændur annars vegar hafi tækifæri til að auka verðmætasköpun og eigi að búa við það fjálsræði sem viðgengst í öðrum atvinnurekstri til að taka ákvarðanir og þar með ábyrgð á eigin atvinnurekstri,“ segir Sveinn Margeirsson í samtali við Vísi. Hann var spurður hvað honum sýndist um ákæruna sem honum var birt frá lögreglustjóranum á Norðvesturlandi vestra fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir. Sveinn segir ákæruna sérkennilega. „Nú hefur tilraunin snúist upp í það hvernig kerfið bregst við og mér finnst sérstakt að vera kærður sem einstaklingur þegar ég er að sinna lögmætu hlutverki míns atvinnuveitanda að kanna þessi mál. Hlutverk Matís er að auka nýsköpun og verðmætasköpun í landbúnaði. Þarna var verið að gera það.“Skilur ekki tal um trúnaðarbrest Sveinn var rekinn fyrir um ári frá Matís hvar hann var forstjóri en nýverið var gengið frá arftaka hans í starfi þar, Oddur M. Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðuna en hann hefur verið starfandi sem slíkur frá ársbyrjun. Brottreksturinn kom mörgum á óvart, hann var sagður tengjast þessu tiltekna máli og svo „trúnaðarbresti“. Sveinn segir nú að hann hafi aldrei vitað hvað stjórarformaður stofnunarinnar hafi verið að hugsa.Að sögn Sveins liggur fyrir rannsókn, sem Mast hefur af einhverjum ástæðum ekki birt, á gæðum heimaslátrunar miðað við sláturhúsanna. Eftir því sem Sveinn kemst næst þá eru gæðin meiri við heimaslátrun.visir/gva„En af umfjöllun dagblaða virðist það vera. En, ég skildi það aldrei sjálfur,“ segir Sveinn um hinn meinta trúnaðarbrest. Hann starfar nú við eigin ráðgjafaþjónustu, er að vinna sem fyrr við nýsköpun og tengjast þau verkefni eftir sem áður landbúnaði. Málið er tvíþætt að sögn Sveins. Neytendur eiga að hafa val og svo upplýsingar um hvaða vöru þeir eru að kaupa. „Og þá val um það að kaupa til að mynda beint frá bónda vöru sem þá er slátrað af bónda, ef viðkomandi neytandi telur það rétt.“Könnun til sem ekki hefur verið birt Sveinn segist telja sig vita að verulegt magn heimaslátrunar viðgengangist nú þegar og það þekkja allir sem vita eitthvað um landbúnað.Sveinn furðar sig á því hvernig þessi ákæra er til komin.„Upphaflega var þetta tilraun til að kanna gæði lambakjöts, að það væri sambærilegt af heimaslátrun og slátur húsi.Þær niðurstöðu sem ég sá áður en ég var rekinn bentu til þess að gæðin væru meiri í heimaslátrun. Það voru framkvæmdar mælingar sem ekki hafa verið gefnar út enn þá. Kannski réttast að Matís gefi það út og menn séu spurðir um það?“ Sveinn telur ákæruna og tildrög hennar sérkennileg þó hann kjósi að tala varlega. „En mér finnst sérstakt að heilbrigðiseftirlit Norðvesturlands afgreiðir þetta fimm dögum áður en Mast ákveður að kæra það. Heilbrigðiseftirlitið er það sem ber að hafa eftirlit með sölu. Ég ræddi við heilbrigðiseftirlitið og fór á fund heilbrigðisnefndar. Fimm dögum eftir að heilbrigðiseftirlitið á Norðvesturlandi tekur þá ákvörðun að gera ekkert í málinu er bent á í fundargerð að verkefnið hafi tekist að flestu leyti vel. Nokkrum dögum síðar ákveður annar eftirlitsaðili að kæra málið sem þó hafði ekki eftirlitsskildu í þessum málaflokki. maður veltir fyrir sér hvað býr að baki?“
Dómsmál Landbúnaður Lögreglumál Tengdar fréttir Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sveinn hættir sem forstjóri Matís eftir trúnaðarbrest Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir átta ára starf 6. desember 2018 14:56
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55